Fara í innihald

Beiskjusveipur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Cicuta virosa)
Beiskjusveipur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Cicuta
Tegund:
C. virosa

Tvínefni
Cicuta virosa
L.


Cicuta virosa (beiskjusveipur eða beiskjujurt) er tegund af ættkvíslinni Cicuta, ættuð úr norður og mið Evrópu, norður Asíu og norðvestur Norður Ameríku. Þetta er fjölær jurt sem verður 0,5 til 1,5 metrar að hæð.[1] Stönglarnir eru sléttir, greindir, gildari við grunninn, með purpurlitum rákum, og holir að innan nema þar sem þeir greinast. Blöðin eru stakstæð, þrískift, nokkuð gróftennt, ólíkt fíngreindari laufum margra annarra tegunda sveipjurtaættar (Apiaceae). Blómin eru smá, hvít og og nokkuð dæmigerð fyrir ættina. Olíukenndur gulur vökvi lekur úr stönglum og rótum ef þeir eru skornir. Þessi vökvi hefur megna lykt sem minnir á nípur (parsnips) eða gulrætur. Jurtinni hefur verið ruglað við nípur vegna rótanna og lyktarinnar.

Blóm beiskjujurtar
Rót beiskjujurtar

Hann vex á rökjum engjum, meðfram árbökkum og öðrum rökum og mýrkenndum svæðum. Hann er í nær öllu Finnlandi og Svíþjóð nema á fjallendi, allri Danmörku og fáeinum stöðum í Noregi á láglendi.[2][3]

Jurtin hefur verið notuð í smáskammtalækningum[4]
Sameindabygging Cicutoxíns

Jurtin inniheldur cicutoxin, sem truflar virkni miðtaugakerfisins. Í mönnum veldur cicutoxin fyrst velgja, uppköstum og kviðverkjum, yfirleitt innan klukkutíma eftir inntöku. Eitrunin getur leitt til skjálfta og krampa. Einn munnbiti af rót (sem hefur mest magn cicutoxíns) getur verið nægilegt til að valda dauða. Í dýrum er eitrunarskammtur og banvænn skammtur nær sami. Eitt gramm af beiskjusveip á kíló mun drepa kind og 230 grömm eru nægileg til að drepa hest. Vegna þess hve hratt eitrunaráhrif verða er læknismeðaferð yfirleitt árangurslaus.


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. http://www.floraweb.de/pflanzenarten/artenhome.xsql?suchnr=1551& Geymt 11 júní 2017 í Wayback Machine Cicuta virosa L., Gift-Wasserschierling.
  2. Norden. Den virtuella floran. Läst 19 maj 2016.
  3. Norra halvklotet. Den virtuella floran. Läst 19 maj 2016.
  4. Georgos Vithoulkas: Homöopathische Arzneimittel. Materia Medica Viva. Band IX. Urban & Fischer, München 2009, ISBN 978-3-437-55061-4, S. 7–42.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.