Chien-Shiung Wu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chien-Shiung Wu.

Chien-Shiung Wu (吳健雄; 31. maí, 1912 – 16. febrúar, 1997) var kínversk-bandarískur kjarneðlisfræðingur og tilraunaeðlisfræðingur sem er fræg fyrir framlög sín til öreindafræði. Wu vann við Manhattanverkefnið þar sem hún þróaði aðferð til að aðgreina úranísótópa í úran-235 og úran-237 með gasdreifingu. Hún er þekktust fyrir Wu-tilraunina sem sannaði að speglun varðveitist ekki. Þessu uppgötvun varð til þess að samstarfsmenn hennar, Tsung-Dao Lee og Chen-Ning Yang, fengu Nóbelsverðlaun árið 1957, en hún sjálf fékk Wolf-verðlaunin í eðlisfræði 1978. Færni hennar í tilraunaeðlisfræði varð til þess að hún var kölluð „forsetafrú eðlisfræðinnar“, „kínverska Marie Curie“ og „drottning kjarneðlisfræðinnar“.[1][2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Chiang, T.-C. (27. nóvember 2012). „Inside Story: C S Wu – First Lady of physics research“. CERN Courier. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 júní 2018. Sótt 31. júlí 2014.
  2. Oertelt, Nadja. „Meet Chien-Shiung Wu, the "Queen of Nuclear Research" and destroyer of natural laws“. massivesci.com. Sótt 21. október 2019.
  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.