Fara í innihald

Chianti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chianti er líka heiti á því víni sem framleitt er í héraðinu.
Kort sem sýnir Chianti samkvæmt núgildandi skilgreiningu. Rauða svæðið í miðjunni er upprunalega vínræktarsvæðið.

Chianti er heiti á lágum fjallgarði í Toskana sem liggur milli Flórens, Písa, Siena og Arezzo og hæðunum umhverfis hann. Hæsti tindur fjallgarðsins er Monte San Michele sem liggur 893 metra yfir sjávarmáli. Svæðið er einkum þekkt sem vínræktarhérað en á 13. öld gerðu vínframleiðendur í bæjunum Radda, Gaiole og Castellina með sér bandalag og tóku upp sérstakt merki, svartan hana á gylltum grunni sem síðan hefur verið upprunamerking Chianti-víns. Þessi þrjú sveitarfélög mynduðu síðan í upphafi 19. aldar Chianti-sýslu samkvæmt fyrstu skiptingu Toskana í sýslur og sveitarfélög. Síðan þá hefur vínræktarsvæðið sem kallað er Chianti verið stækkað umtalsvert svo það nær yfir nánast allar hæðirnar í miðju Toskana. Um leið var héraðinu skipt í nokkur undirsvæði til aðgreiningar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.