Chengdu Shuangliu-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir farþegarmiðstöð Shuangliu alþjóðaflugvallarins við Chengdu borg, Sesúan í vesturhluta Kína.
Chengdu Shuangliu alþjóðaflugvöllurinn í Chengdu borg í Kína er einn fjölfarnasti flugvöllur heims.

Alþjóðaflugvöllur Chengdu Shuangliu ((IATA: CTU, ICAO: ZUUU)) (kínverska: 成都双流国际机场; rómönskun: Chéngdū Shuāngliú Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn Chengdu borgar í Sesúan héraði í vesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína.

Alþjóðaflugvöllurinn sem er staðsettur um 16 km suðvestur af miðbæ Chengdu borg, er mikilvæg flugmiðstöð fyrir Vestur-Kína. Hann er meginsafnvöllur Sichuan flugfélagsins og önnur af tveimur meginhöfnum flugfélagsins Air China.

Á Shuangliu flugvelli eru höfuðstöðvar Sichuan Airlines og Chengdu Airlines.

China Eastern Airlines, China Southern Airlines, Shenzhen Airlines, Lucky Air og Tibet Airlines hafa einnig bækistöðvar á Shuangliu flugvelli.

Á árinu 2019 fóru um 60 milljónir farþegar um Shuangliu alþjóðaflugvöll. Hann er einn af fjölförnustu flugvöllum veraldar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]