Cassini–Huygens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mynd af hvernig Cassini‍ gæti litið út á braut sinni um Satúrnus

Cassini-Huygens er ómannað geimfar á braut um reikistjörnuna Satúrnus. Því var skotið á loft 15. október 1997 frá Canaveralhöfða í Flórída og var komið á sporbraut Satúrnusar 1. júlí 2004.

Cassini-Huygens var í rauninni tvö samföst geimför, annað sem heitir Cassini, og hitt sem hét Huygens. Þann 14. janúar 2005 sleppti Cassini geimfarið Huygens geimfarinu á stærsta tungl Satúrnusar Títan. Huygens entist í nokkra klukkutíma áður en það eyðilagðist en náði góðum mælingum.

Tilgangur fararinnar er að varpa nýju ljósi á Satúrnus og tungl hans en önnur geimför sem flugu þar framhjá höfðu til að mynda ekki náð góðum myndum. Cassini geimfarið hefur uppgötvað nokkur tungl í kringum Satúrnus og náð góðum myndum af þeim.

Cassini-Huygens heitir eftir tveimur stjörnufræðingum á 17. öld sem gerðu merkilegar uppgötvanir á Satúrnusi, Giovanni Cassini og Christiaan Huygens.

Huygens geimfarið eyðilagðist rétt eftir lendingu á Títan. Cassini var á sporbraut í nokkur ár eftir það en var að lokum steypt niður að yfirborði Satúrnusar þann 17. september árið 2017.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.