Fara í innihald

Casentino

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft yfir Bibbiena í Casentino.

Casentino er dalur í Appennínafjöllum vestanverðum í Arezzo þar sem fljótið Arnó rennur fyrsta spölinn frá norðurhlíðum Monte Falterona sem myndar norðurmörk dalsins. Að austanverðu skilja fjöllin Alpe di Serra og Alpe di Catenaia dalinn frá Val Tiberina þar sem áin Tíber rennur úr Monte Fumaiolo. Að vestanverðu skilur fjallgarðurinn Pratomagno milli Casentino og Valdarno þar sem Arnó heldur för sinni áfram.

Dalurinn skiptist milli þrettán sveitarfélaga: Bibbiena, Capolona, Castel Focognano, Castel San Niccolò, Chitignano, Chiusi della Verna, Montemignaio, Ortignano-Raggiolo, Poppi, Pratovecchio, Stia, Subbiano og Talla.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.