Fara í innihald

Caprera

Hnit: 41°12′00″N 09°28′00″A / 41.20000°N 9.46667°A / 41.20000; 9.46667
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hús Garibaldi, La Casa Bianca eða Hvíta Húsið, á Caprera

Caprera er lítil eyja norð-austur af Sardiníu. Líkast til dregur hún nafn sitt frá viltum geitum sem bjuggu á henni.

Unnt er að komast fótgangandi yfir á næstu eyju La Maddalena, með brú sem byggð var 1891.

Flatarmál eyjarinnar er 15,7 km². Hæsti punktur er Monte Teialone, 212 m.

Í dag er eyjan friðuð sem hluti af Arcipelago di La Maddalena-þjóðgarðinum, og margir ferðamenn sækja hana vegna fagurrar náttúru og góðra stranda.

41°12′00″N 09°28′00″A / 41.20000°N 9.46667°A / 41.20000; 9.46667