Fara í innihald

Calpurnia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Calpurnia teiknuð af franska rithöfindinum og myndlistamanninum Guillaume Rouillé í verki hans Promptuarii Iconum Insigniorum frá 1553.

Calpurnia Pisone (75 f.Kr. – 44 f.Kr.) var síðasta eiginkona Júlíusar Sesar.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Calpurnia var dóttir þingmannsins Lucio Calpurnio Pisone Cesonino. Hún giftist Sesar 59 f.Kr..

Áður hafði Sesar verið giftur Pompeu, en sleit við hana samvistum 62 f.Kr., og enn áður Corneliu Cinnu yngri, sem lést við barnsburð 68 f.Kr. Í sínu ungdæmi ennfremur hafði Sesar verið trúlofaður Cossuzia til ársins 84 f.Kr.

Plútarkos segir frá því að Calpurnia hefði haft vitrun morguninn sem Sesar var myrtur (15 mars 44 f.Kr.) og reynt árangurslaust að telja Sesar frá því að fara til þingsins, þar sem setið var um hann. Það var Decimus Junius Brutus Albinus, einn af samsærismönnunum, sem sagði Sesari að hlusta ekki á konuna, segjandi honum að hann myndi tapa áliti í augum þingsins ef enhver hefði tilkynnt að hann gæti ekki mætt til þingsins því hann biði skárri draumfara konu sinnar.

Hún eignaðist engin börn ásamt Sesari. Eftir því sem haft er eftir Plútarkosi lét Calpurnia eftir morð eiginmanns síns Markús Antóníus hafa allt sem Sesar hafði skrifað í bækur og lista og alla hans peninga sem alls vógu 300 talentur.