Fara í innihald

CISV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

CISV eru friðarsamtök sem voru stofnuð árið 1950.[1] Síðan þá hafa þau breiðst til yfir 69 landa[2] og hafa yfir 300.000 þáttakendur tekið þátt í yfir 7.000 alþjóðlegum viðburðum á vegum samtakanna.[1] [3]

Hjá CISV eru viðburðir þar sem ungmenni fá tækifæri til að hitta jafningja sína frá öðrum löndum. Fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn var haldinn árið 1951 í Glendale, Ohio.

CISV á Íslandi sendi fyrst þáttakendur á viðburð erlendis árið 1954 þegar þrjú ungmenni fóru til Svíþjóðar. Síðan þá hafa þau sent ár hvert. Þó voru samtökin ekki formlega stofnuð á Íslandi fyrr en árið 1981. Árið 1984 hélt CISV á Íslandi fyrsta alþjóðlega viðburðinn á íslandi með erlendum þáttakendum.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Our Story“. Sótt 4. nóvember 2019.
  2. „Our World“. CISV International. 1. mars 2017.
  3. „Publications“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júlí 2013. Sótt 21. júní 2013.
  4. „Um CISV“. www.cisv.is.