Fara í innihald

CISV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

CISV eru friðarsamtök sem voru stofnuð árið 1950.[1] Síðan þá hafa þau breiðst til yfir 69 landa[2] og hafa yfir 300.000 þáttakendur tekið þátt í yfir 7.000 alþjóðlegum viðburðum á vegum samtakanna.[1] [3]

Hjá CISV eru viðburðir þar sem ungmenni fá tækifæri til að hitta jafningja sína frá öðrum löndum. Fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn var haldinn árið 1951 í Glendale, Ohio.

CISV á Íslandi sendi fyrst þáttakendur á viðburð erlendis árið 1954 þegar þrjú ungmenni fóru til Svíþjóðar. Síðan þá hafa þau sent ár hvert. Þó voru samtökin ekki formlega stofnuð á Íslandi fyrr en árið 1981. Árið 1984 hélt CISV á Íslandi fyrsta alþjóðlega viðburðinn á íslandi með erlendum þáttakendum.[4]

  1. 1,0 1,1 „Our Story“. Sótt 4 nóvember 2019.
  2. „Our World“. CISV International. 1. mars 2017.
  3. „Publications“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 júlí 2013. Sótt 21 júní 2013.
  4. „Um CISV“. www.cisv.is.