Bullshit MC

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Bullshit var viðeigandi; Naut á klósetti

Bullshit var danskur vélhjólaklúbbur sem starfaði 1979 - 1987.. Klúbburinn hafði aðsetur á Amager. Í fyrstu komu félagarnir frá Filthy Few og Nøragersminderødderne MC.

Skömmu eftir að Christiania bannaði hörðu efnin frá svæðinu hófu meðlimir Bullshit að selja hass þar fyrir allra augum. Þetta vakti athygli fjölmiðla. Ennfremur gengu sögur um slagsmál þeirra á börum. Átökin milli klúbbsins og HA eru kölluð fyrsta rokkarastríðið og í því létust 12 þar af 7 frá Bullshit.

Fyrsti forseti klúbbsins var Henning Norberg Knudsen. Hann var skotinn til bana 25 maí 1984 af Hells Angels manninum Jørn Jønke Nielsen, seinna forseta klúbbsins í Danmörku. Þann 21. desember 1985 var nýi forsetinn Anker Walther Markus, skotinn til bana ásamt einum öðrum með 8 skotum í fríríkinu Kristjaníu.

Þann 1. október 1987 fann lögreglan lík af manni í steypugólfinu á staðnum sem þeir héldu sig á um þær mundir. Eftir það var klúbburinn rekinn út af Kristjaníu af öðrum íbúum.

Að lokum fór næsti forseti Michael Linde og samdi frið við HA. Bullshit var síðan lagt niður 1988. Nokkrir af félugunum stofnuðu síðar eða 1993 Bandidos MC Denmark.