Brokk
Jump to navigation
Jump to search
Brokk er tvítakta skástæð gangtegund hests. Tveir fætur koma niður samtímis. Brokk er svifgangtegund, hesturinn spyrnir til dæmis með vinstri afturfæti og hægri framfæti og lendir á hægri afturfæti og vinstri framfæti og svo framvegis. Brokkið er léttasta gangtegundin, fyrir utan fet, og að flestir hestar kjósa sér það á ósléttu landi. Fótaröðun á brokki er vinstri aftur og hægri fram, svif, hægri aftur og vinstri fram saman, svif.