Brokk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hestur á brokki.

Brokk er tvítakta skástæð gangtegund hests. Tveir fætur koma niður samtímis. Brokk er svifgangtegund, hesturinn spyrnir til dæmis með vinstri afturfæti og hægri framfæti og lendir á hægri afturfæti og vinstri framfæti og svo framvegis. Brokkið er léttasta gangtegundin, fyrir utan fet, og að flestir hestar kjósa sér það á ósléttu landi. Fótaröðun á brokki er vinstri aftur og hægri fram, svif, hægri aftur og vinstri fram saman, svif.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.