Bringusund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Phelps syndir bringusundi

Bringusund er sundaðferð. Uppskriftin af bringusundi er „Beygja, kreppa, sundur, saman“, sem er hreyfing fótanna í vatninu. Bringusund er fyrsta sundaðferðin sem börnum í grunnskólum er kennd. Bringusund og flugsund eru í raun nokkuð svipuð. Það gilda svipaðar reglur eins og að það sé skylda að koma með báðar hendur á sama tíma í sömu hæð í bakkann. Margt keppnisfólk í sundi telur bringusund eina erfiðustu aðferðina á meðan þeir sem eru óvanir sundmenn telja bringusund auðveldasta sundið. Ein af ástæðum þess að bringusund er talið erfitt að það er mikil tækni sem felst í sundinu. Mikilvægt er að anda á réttum tíma til þess að hægja ekki á sundinu. Í bringusundi má taka eitt kafsundstak í byrjun sundsins. Kafsundstak er tekið í byrjun sundsins. Það svipar til venjulegs bringusundstak nema það er tekið í kafi og hendurnar mega fara alveg niður með síðum, þó aðeins einu sinni. Aðeins er keppt í þremur vegalengdum í bringusundi en það eru 50m, 100m og 200m.

  Þessi sundgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.