Breviarium Holense
Útlit
Breviarium Holense er fyrsta bók sem prentuð var á Íslandi, svo kunnugt sé, í prentsmiðjunni á biskupsetrinu Hólum í Hjaltadal árið 1534. Bókin var prentuð að frumkvæði Jóns Arasonar biskups, sem hafði þá nýlega flutt prentverk til landsins. Breviarium Holense var handbók á latínu fyrir presta, með bænum, ritningargreinum og sálmum.