Brennibolti
Brennibolti eða brennó er vinsæll boltaleikur þar sem tveir hópar keppa hvor gegn öðrum. Leikurinn er oft leikinn af börnum í frímínútum eða íþróttum í skólum en getur hentað fólki á öllum aldri.
Reglur
[breyta | breyta frumkóða]Leikvangurinn er afmarkaður með tveimur helmingum og skiptast þátttakendur í tvö lið. Einn leikmaður úr hvoru liði er útnefndur sem „kóngurinn“ og staðsetur hann sig aftast á vallarhelmingi andstæðinganna. Leikurinn hefst með því að boltinn gengur á milli kónganna og samherja þeirra sem reyna að skjóta leikmenn andstæðingana með boltanum.
Ef leikmaður fær boltann í sig þarf hann að yfirgefa sinn vallarhelming og færa sig fyrir aftan sinn kóng. Markmið hvers liðs er að „skjóta“ alla leikmenn andstæðinganna út af vellinum. Þegar aðeins einn leikmaður er eftir í liðinu fer kóngurinn þess liðs aftur inn á völlinn til að aðstoða síðasta samherjann. Kóngurinn er jafnan með tvö líf til að styrkja hlutverk hans.[1]
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).