Breksía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Breksía er bergtegund, storkuberg sem gert er úr bergbrotum og millimassa af fínna efni sem getur verið meira eða minna glerkennt. Sumir nota orðið brotaberg í stað breksíu. Orðið þursaberg er yfirleitt notað um basaltbreksíu þar sem millimassinn er móbergsgler. Súr breksía er berg sem hefur að geyma bergbrot af súru bergi. Breksía myndast vegna sprengivirkni í eldgosum.