Brandari (sjóhernaður)
Útlit
Brandari er skip eða bátur sem fylltur er með eldsmat og kveikt í og síðan látinn reka til óvinaskipa til að kveikja í þeim. Þessi aðferð var notuð til að brjóta upp röð stórra seglskipa sem var mikið notuð í sjóhernaði frá 16. til 19. aldar. Notast var við skip sem höfðu eyðilagst í skothríðinni eða voru orðin gömul og lúin. Brandarar gátu við vissar aðstæður valdið miklum skaða í flota óvinanna og skapað ótta og ringulreið.
Brandarar voru notaðir af Bretum gegn Flotanum ósigrandi, af Hollendingum í árásinni á Medway og í Grísku uppreisninni gegn Tyrkjaveldi.
Fljótlega eftir Napóleonsstyrjaldirnar var tekið að nota orðið brander í dönsku í þeirri merkingu sem algengust er í dag, yfir stutta gamansögu eða skrýtlu.