Fara í innihald

Brúttó, nettó og tara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brúttó, nettó og tara eru hugtök sem notuð eru í sambandi við laun, vigt, verð, þyngd o.fl. Brúttó þýðir vergur eða heild, tara er frádráttarþáttur frá heildinni og nettó er mismunur á brúttó og töru.

Brúttóþyngd er samanlögð þyngd innihalds og umbúða, en nettóþyngd er þyngd innihalds án umbúða. Tara er þá þyngd umbúða.

Brúttólaun eru heildarlaun, en nettólaun eru launin að frádregnum lög- og samningsbundnum greiðslum, svo sem staðgreiðslu skatta, lífeyrisiðgjöldum o.fl.

Brúttóverð er heildarverð vöru að viðbættum kostnaði, en nettóverð er verðið án viðbætts kostnaðar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.