Brúðkaupsafmæli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brúðkaupsafmæli er afmæli brúðkaups hjóna haldið sama dag og brúðkaupið fór fram. Brúðkaupsafmæli á Vesturlöndum eiga sér hefðbundin nöfn eftir því hversu mörg ár eru liðin frá brúðkaupinu. Fimmtíu ára brúðkaupsafmæli er til dæmis kallað „gullbrúðkaup“.

Hér er listi yfir brúðkaupsafmæli sem haldið er upp á eftir fyrsta árið, að tveimur árum liðnum frá giftingu og svo framvegis.

 • 1 árs – Pappírsbrúðkaup
 • 2 ára – Bómullarbrúðkaup
 • 3 ára – Leðurbrúðkaup
 • 4 ára – Blóma- og ávaxtabrúðkaup
 • 5 ára – Trébrúðkaup
 • 6 ára – Sykurbrúðkaup
 • 7 ára – Ullarbrúðkaup
 • 8 ára – Bronsbrúðkaup
 • 9 ára – Leir- eða Pílubrúðkaup
 • 10 ára – Tinbrúðkaup
 • 11 ára – Stálbrúðkaup
 • 12 ára – Silkibrúðkaup
 • 12 og hálft ár – Koparbrúðkaup
 • 13 ára – Knipplingabrúðkaup
 • 14 ára – Fílabeinsbrúðkaup
 • 15 ára – Kristalbrúðkaup
 • 20 ára – Postulínsbrúðkaup
 • 25 ára – Silfurbrúðkaup
 • 30 ára – Perlubrúðkaup
 • 35 ára – Kóralbrúðkaup
 • 40 ára – Rúbínbrúðkaup
 • 45 ára – Safírbrúðkaup
 • 50 ára – Gullbrúðkaup
 • 55 ára – Smaragðsbrúðkaup
 • 60 ára – Demantsbrúðkaup
 • 65 ára – Króndemantabrúðkaup
 • 70 ára – Járn- eða Platínubrúðkaup
 • 75 ára – Atóm- eða Gimsteinabrúðkaup