Bookboon
Bookboon er stærsta útgáfufyrirtæki rafbóka í heiminum[1], árið 2015 voru yfir 50 milljón rafbóka niðurhalaðar. Fyrirtækið leggur áherslu á að gefa út bókmenntir sem eru ætlaðar nemendum í verkfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði, auk þess gefur það út stuttar og hagnýtar viðskiptabækur.
Bookboon var stofnað í Danmörku árið 1988 undir nafninu Ventus,[2] fyrirtækið starfar í Kaupmannahöfn í Danmörku og í London í Bretlandi.
Bookboon er alþjóðlegt útgáfufyrirtæki rafbóka og býður upp á fjölbreytt úrval bóka, yfir 900 kennslubækur og 600 rafbækur fyrir viðskiptafræðinga á mörgum mismunandi tungumálum.
Þær 900 kennslubækur Bookboon sem eru fáanlegar án gjalds á vefsíðu þeirra eru skrifaðar af fræðimönnum og eru fjármagnaðar af (employer branding?) auglýsingum sem eru settar á bækurnar og gerir þeim þannig kleift að bjóða upp á ókeypis niðurhal [3].
Nemendur út um allan heim njóta góðs af kennslubókum Bookboon, meðal annars í Afríku þar sem margir hafa ekki bolmagn til þess að fjárfesta í þeim. Bookboon er því lausn fyrir þá til þess að hafa aðgang að gæða bókmenntum.
Bookboon býður einnig upp á 600 rafbækur fyrir viðskiptafræðinga sem hægt er að kaupa beint í gegnum Bookboon Premium - sem er áskriftarþjónusta sem hófst árið 2014.
Þau viðfangsefni sem kennslubækur Bookboon[4] ná yfir eru hagfræði, verkfræði, tölvunarfræði og náttúruvísindi. Viðskiptafræðirafbækurnar leggja meðal annars áherslu á persónulega þróun, markaðssetningu, stjórnun, bókhald og hugbúnaðarverkfræði. Árið 2014 var einnig sett á laggirnar auk áskriftarþjónustunni, sameiginlegt rafbókasafn[5] sem er lausn sem fyrirtæki geta nýtt í starfsþróun starfsmanna sinna.
Saga og bakgrunnur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirtækið var stofnað árið 1988 í Danmörku sem fjölskyldufyrirtækið Ventus. Á þeim tíma var lögð áhersla á að gefa út kennslubækur sem voru skrifaðar af starfsmönnum fyrirtækisins og öðrum sjálfstæðum rithöfundum. Eigendur Ventus eiga tvo syni sem heita Thomas Buus Madsen og Kristian Buus Madsen[6]. Bræðurnir tveir stofnuðu Bookboon. Kristian Buus Madsen fékk hugmyndina að stofna Bookboon þegar hann var í háskólanámi þegar hann varð vitni að því að bekkjarfélagi hans tók kennslubók að láni í skólabókasafninu, tók 50 afrit af bókinni sem hann seldi nemendum fyrir framan kennslustofuna. Hann gerði sér því grein fyrir því að það væri mikil eftirspurn fyrir ókeypis eða ódýrum kennslubókum. Stuttu seinna, þegar bræðurnir voru að hefja útgáfu Metro, ókeypis sænskt fréttablað, að þeir þróuðu nýstárlegt viðskiptamódel. Ókeypis rafbækur sem voru fjármagnaðar með auglýsingum sem settar voru inn í bækurnar, en mörkin voru sett á 15% auglýsingarými. Þeir sem auglýstu í bókunum voru fyrirtæki sem voru að höfða til starfsframa fólks í hópi nemenda og annarra sérfræðinga.
Bookboon í fjölmiðlum
[breyta | breyta frumkóða]Flokkar og vinsælar rafbækur á Bookboon
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirtækjalausnir
[breyta | breyta frumkóða]Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Natwotka, E. (2012). Is Denmark’s Bookboon the Biggest E-publisher on Earth? Sótt 2. febrúar af http://publishingperspectives.com/2012/03/is-denmarks-bookboon-the-biggest-e-publisher-on-earth/#.VnFwEzYrGUk
- ↑ Forlaget Ventus ApS, (a.a). Om Ventus. Sótt 2. febrúar 2017 af http://ventus.dk/about/ Geymt 14 október 2009 í Wayback Machine
- ↑ Karschnick, R. (2012). Die Firma, die Studenten Bücher schenkt. Sótt 2. febrúar 2017 af http://www.zeit.de/studium/uni-leben/2012-06/bookboon-e-books.
- ↑ Hoffelder, N. (2012). BookBoon Offers Free Technical, Guide, & Textbooks. Sótt 2. febrúar 2017 afhttp://www.adweek.com/socialtimes/bookboon-offers-free-technical-guide-textbooks/172270
- ↑ Bookboon, (a. á.) The most used eLibrary for employee effectiveness & soft-skills. Sótt 2. febrúar 2017 afhttp://bookboonglobal.com/
- ↑ Jensen, E. (2016). Danske e-bogsbrødre hitter i Afrika med gratis studiebøger. Sótt 2. febrúar 2017 afhttp://www.business.dk/vaekst/danske-e-bogsbroedre-hitter-i-afrika-med-gratis-studieboeger Geymt 16 september 2016 í Wayback Machine