Fara í innihald

Boogie woogie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Boogie woogie er pardans úr fjölskyldu sveifludansa. Hann er bæði sósíaldans og keppnisdans.

Að leika af fingrum fram og tónlistartúlkun

[breyta | breyta frumkóða]

Í mörgum dönsum er notast við kóreógraferingu. Það þýðir að dansararnir hafa undirbúið röð skrefa sem eru dönsuð við tónlistina. Oft er kóreógraferingin löguð þannig að hún falli eins og flís við rass við ákveðið lag. Í boogie woogie er ekki notast við kóreógraferingu heldur er dansinn saminn jafnóðum á dansgólfinu.

Maður gæti ímyndað sér að ókóreógraferaður dans tveggja einstaklinga einkenndist af ósamhæfðum og tilviljanakenndum hreyfingum, en sú er ekki raunin. Eitt af því sem gerir boogie woogie að spennandi dansi að horfa á og dansa er að dansararnir hafa þróað með sér tilfinningu fyrir tónlistinni og geta túlkað hana í sameiningu. Góð boogie woogie pör geta dansað við ríkulegt úrval tónlistar þannig að það virðist næstum kóreógraferað, meiri að segja þó þau hafi aldrei heyrt tónlistina áður!

Að leiða og fylgja

[breyta | breyta frumkóða]

Í kóreógraferuðum dansi vita bæði herrann og daman hvað gerist næst, svo í raun væri hægt að dansa án leiðingar (að frátöldum þeim skrefum sem krefjast líkamlegrar snertingar, t.d. lyftum). Að herrann leiði og daman fylgi gerir okkur kleyft að leika af fingrum fram í boogie woogie. Góðir boogie woogie dansarar eru hæfileikaríkir í að leiða og fylgja.

Að leiða og fylgja gerir boogie woogie dönsurum kleift að að dansa við og túlka stórt úrval tónlistar - með hvaða félaga sem er! Á danskvöldum getur maður oft séð tvo einstaklinga sem hafa aldrei hist áður dansa frábærlega við tónlist sem þau hafa aldrei heyrt áður. Þannig er það innbyggt í boogie woogie að vera sósíal dans.

Fótaburður

[breyta | breyta frumkóða]

Í öllum sveifludönsum finnast grunnskref. Þessi skref eru endurtekin í gegnum mestallan dansinn og ákvarða áferð dansins. Í boogie woogie finnast mörg mismunandi grunnskref, en þau hafa það öll sammerkt að nota sex slög í tónlistinni. Eitt þeirra atriða sem gerir boogie woogie frábrugðinn öðrum sveifludönsum er að grunnskrefin eru oft hröð, íburðarmikil og tápmikil á meðan efri hluti líkamans er í mun meiri ró.

Kennsla í boogie woogie hófst á Íslandi með stofnun Háskóladansins haustið 2007 en skyldir dansar hafa verið dansaðir á landinu áður fyrr.