Boðsund
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Boðsund er ein af fjölmörgum keppnisgreinum innan sundíþróttarinnar. Ólíkt öðrum keppnisgreinum innan sundíþróttarinnar, þá er boðsund liðsgrein en ekki einstaklingsgrein. Í hverju liði eru fjórir sundmenn sem mynda svokallaða boðsunssveit. Yfirleitt samanstendur hver boðsundssveit af fjórum sundmönnum af sama kyni, en til eru boðsunds keppnisgreinar þar boðsundssveitnar samanstanda af tveimur konun og tveimur körlum.
Hverri boðsundsgrein er skipt upp í fjóra leggi og skiptast liðsmenn hverrar boðsundssveitar á að synda 50, 100 eða 200m leggi. Likt og í boðhlaupum þá er liðsmönnum ekki heimilt að leggja af stað nema sá liðsmaður sem syndir legginn á undan sé kominn í mark.
Til eru nokkrar boðsundsgreinar: 4x50m skiðsund, 4x100m skriðsund, 4x200m skriðsund, 4x50m fjórsund og 4x100m fjórsund. Á alþjóðavettvangi er yfirleitt bara keppt í 4x100m skriðsundi, 4x100m fjórsundi og 4x200m skriðsundi. Á meðan styttri vegalengdirnar eru yfirleitt bara syntar á minni mótum, svo sem á litlum mótum hérlendis.
Í skriðsund boðsundum er hverjum liðsmanni innan hverrar boðsundssveitar heimilt að velja sér eina af sundaðferðunum fjórum til þess að synda, skriðsund, bringusund, baksund eða flugsund. En flestir kjósa þó að halda sig við skriðsund. Þetta val á milli sundaðferða kemur erlendis frá en þá er talað um skriðsund sem freestyle.
Í fjórsund boðsundum eru þó strangari reglur. Í þeirri boðsundsgrein verða allir liðsmenn að taka fyrir eina sundaðferð hver og eru boðsundssveitir dæmdar úr leik ef sundaðferðirnar eru ekki allar syntar í réttri röð og ef liðsmenn synda ekki sína grein. Þó er skriðsund undanskilið, líkt og í skriðsund boðsundum, þá má sá sem syndir skriðsundlegg ráða sundaðferð, en aftur þá halda flestir sig við skiptast.
Eins og áður sagði þá skipr röð sundaðferða í fjórsund boðsundum máli, svo lið séu ekki dæmd úr leik. Fyrsti leggur er baksund, þar á eftir koma baksund og bringusundleggir og lýkur sundinu með skriðsundlegg.