Boðsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Boðsund er keppnisgrein i sundi. Þá er í flestum tilfellum fjórir sundmenn af sama aldri og kyni sem mynda boðsundssveit sem keppir. Í boðsundi er oftast keppt í skriðsundi eða fjórsundi. Þegar keppt er í fjórsundi í boðsundi er ekki byrjað á flugsundi heldur baksundi. Röðin er þá baksund, bringusund, flugsund og skriðsund. Boðsund er vanalega haldið í lok móts.