Boðmerki
Útlit
Boðmerki er algeng gerð umferðarmerkja og gegna því hlutverki að veita fyrirmæli um hvert umferð skal stefnt. Boðmerki eru alltaf hringlaga og eru blá og hvít á litinn[1] í flestum af þeim löndum sem nota þau á annað borð. Í nokkrum löndum í Suður-Ameríku eru boðmerki hvít með rauðum hring og í einu landi (Kanada) eru þau hvít með grænum hring. Rétt er að árétta að nafnið er dregið af sögninni að boða en ekki sögninni að bjóða.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra - Brottfallin“. Reglugerðasafn. Sótt 18. september 2024.