Fara í innihald

Blisstáknmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blisstáknmál er myndrænt táknmál þar sem orð og hugtök er táknuð með teikningum í stað bókstafa. Táknmálið hentar þeim sem eiga erfitt að tjá sig með tali, t.d. vegna veikinda eða hreyfihömlunar.

Táknmálið byggir á fjölda grunntákna sem hægt er að raða saman á mismunandi vegu og mynda þannig ný tákn. Þekking á grunntáknunum gerir það að verkum að auðvelt er að skilja táknin því stuðst er við ákvena hugmyndafræði í uppbyggingu þeirra. Orðaforðinn í Bliss táknmálinu er því nánast óendanlegur. Málfræðitáknin gera það að verkum að hægt er að byggja málfræðilega réttar setningar eftir getu og þörfum þeirra sem nota Bliss til tjáskipta. Hægt er að nota Bliss á öllum stigum tjáskipta frá stökum hugtökum yfir í flóknar setningar. Einföld form eru notuð til að teikna táknin og því eru þau auðveld í teikningu. Bliss er nú viðurkennt sem mál.

Greining.is, https://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/thjalfunar-og-kennsluadferdir/bliss Geymt 27 febrúar 2021 í Wayback Machine (skoðað 30. mars 2021)