Bleikhnöttur
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: þarf að finna íslensk hugtök í stað latneskra svo venjulegt fólk geti skilið greinina án þess að þurfa að hafa minnstu læknisfræðiþekkingu. Eins bæta við wk. tenglum þar sem það á við. |
Bleikhnöttur (lat. globus pallidus) er heilabotnskjarni í mannsheila. Hann er miðlægur við gráhýði (putamen) í sitt hvoru hveli, en gráhýði og bleikhnöttur eru aðskilin með lateral medullary lamina.
Bleikhnöttur skiptist í miðlægan og hliðlægan hluta. Þeir hafa svipaða aðlæga en talsvert ólíka frálæga þræði. Miðlæga hluta bleikhnattar svipar mjög til pars reticulata í svartfyllu (substantia nigra) en þetta tvennt er aðskilið með innri kapsúlu.
Aðlægar brautir bleikhnattar
[breyta | breyta frumkóða]Aðlægar brautir koma aðallega frá kjörnum framstúku og striatum, en þær síðarnefndu skiptast í tvennt; þræðir til hliðlæga kjarna innihalda enkephalín en þeir til miðlæga kjarna bleikhnattar innihalda substance P og dynorphín; báðar gerðir notast þó við GABA.
Frálægar brautir bleikhnattar
[breyta | breyta frumkóða]Miðlægi og hliðlægi hlutar bleikhnattar hafa ólíkar frálægar brautir. Sá hliðlægi sendir aðallega brautir til framstúku (subthalamus). Notar GABA-hamlandi. Sá miðlægi ásamt pars reticulata af svartfyllu sendir aðallega til stúku og notar einnig hið hamlandi taugaboðefni GABA, og sendir einnig smá til tegmentum heilastofns.
Tengsl við meinafræði
[breyta | breyta frumkóða]Klassískt er að bleikhnöttur, ásamt djúpu hvítaefni, sýni skemmdir á MRI diffusionsmynd við kolmónoxíðeitrun.