Blaðkál
Útlit
Blaðkál einnig kallað salatkál eða kínverskt selleríkál (fræðiheiti: Brassica rapa supsp. chinensis) er blaðgrænmeti sem oft er notað í kínverskum réttum. Blaðkál er skylt vestrænu káli og næpu.
Blaðkál sem kallast á ensku pak choi eða bok choi myndar ekki höfuð heldur vaxa blöðin í knippum. Blöðin eru dökkgræn með ljósgrænum stilkum.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist blaðkáli.