Fara í innihald

Blóðkoppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blóðkoppur (eða blóðhorn (og jafnvel hornblóð)) er lítið ílát notað til að soga út blóð á ákveðnum stöðum á líkamanum. Blóðkoppar voru algengir hér áður fyrr þegar taka þurfti mönnum blóð. Til þess var þá notaður blóðhornsbíldur (þ.e. hnífur) og blóðkoppar. Í heimild frá Vestmanneyjum, segir svo um mann einn:

...tók hann mönnum oft blóð eða sló þeim æð, eins og það var líka kallað. Til þess var notaður svokallaður bíldur og lítið nautgripahorn slólaust og opið upp úr stiklinum. Var hornið sogið fast á hörundið, bar sem eymslin voru. Við þetta hvarf allt loft úr horninu, en til þess að varna því, að loft kæmist inn og hornið losnaði, var blautum líknarbelg brugðið yfir gatið, og límdist hann bar fastur og lokaði fyrir. Blóðkoppar og blóðtaka af þessu tæi þótti gefast mjög vel gegn gigt og margskonar öðrum kvillum, og menn töluðu um, að með þessu losnaði líkaminn við óholla vessa. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. af heimasíðu Heimaslóðar[óvirkur tengill]
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.