Blær

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Blær ♂
Fallbeyging
NefnifallBlær
ÞolfallBlæ
ÞágufallBlæ
EignarfallBlæs
Notkun núlifandi¹
Fyrsta eiginnafn 5
Seinni eiginnöfn 87
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007
Listi yfir íslensk mannanöfn
Blær ♀
Fallbeyging
NefnifallBlær
ÞolfallBlæ
ÞágufallBlæ eða Blævi
EignarfallBlær eða Blævar
Notkun núlifandi¹
Fyrsta eiginnafn 1
Seinni eiginnöfn
¹Heimild: þjóðskrá
Listi yfir íslensk mannanöfn

Blær er íslenskt eiginnafn, sem bæði kyn geta borið, eftir dómsúrskurð árið 2013, og var fyrst allra nafna samþykkt fyrir bæði kyn. Auður er annað nafn sem bæði kyn geta borið. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár hét ein kona Blær þann 1. janúar 2008. Samkvæmt úrskurði mannanafnanefndar mátti einungis gefa drengjum nafnið en úrskurður nefndarinnar var felldur úr gildi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 31. janúar 2013.[1] Dómnum samkvæmt er því nafnið bæði karlmannsnafn og kvenmannsnafn.

Beyging[breyta | breyta frumkóða]

Kvenmannsnafnið Blær beygist ekki eins og karlmannsnafnið. Beyging karlmannsnafnsins er:

nefnifall = Blær
þolfall = Blæ
þágufall = Blæ
eignarfall = Blæs

en kvenmannsnafnið beygist þannig:

nefnifall = Blær
þolfall = Blæ
þágufall = Blæ eða Blævi
eignarfall = Blær eða Blævar

Dreifing á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Réttur Blævar ríkari en samfélagshagsmunir“ á ruv.is 31. janúar 2013 (Skoðað 31. janúar 2013).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Mannanafnaskrá“. Sótt 10. nóvember 2005.
  • Þjóðskrá Íslands, nóvember 2005.
  • Svar við „Hvort er Blær kvenmanns- eða karlmannsnafn?“ á Vísindavefnum. Sótt 28. febrúar 2013.