Fara í innihald

Blá Kongó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blóm á sortinni Blá kongó.
Blá kongó
Hrá kartaflan

Blá kongó (einnig Kongó eða Idaho Blue) er kartöfluyrki af óþekktum uppruna sem er með bláum lit[1], nokkru dekkri í hýði en í holdi. Hún heldur að mestu bláa litnum eftir suðu, en hann er vegna anthocyanina.

Yrkið hefur verið ræktað síðan um 1930 í Skandinavíu.

Hún var kartöflusort ársins í Þýskalandi 2006. Þýska nafnið á henni er Blauer Schwede (blá sænsk).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Congo“. Nationalencyklopedin.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]