Fara í innihald

Björn S. Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn S. Stefánsson er fæddur í Reykjavík 19. júní 1937. Hann er forstöðumaður Lýðræðissetursins.

Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956 og útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum 1957. Árið 1961 útskrifaðist Björn sem sivilagronom frá Norges landbrukshögskole og sem dr. scient. frá sama skóla árið 1968. Björn er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi úr og á norsku og fékk leiðsögumannsréttindi árið 1980.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1961 til 1962 Ritstjóri Búnaðarblaðsins.
  • 1965 til 1968 Vísindaleg aðstoð við Norges landbrukshögskole.
  • 1968 Kennari í framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri.
  • 1968 til 1976 Deildarstjóri á Hagstofu Íslands.
  • 1978 Prófessor við Nordplan, stofnun Norðurlanda í skipulagsfræðum.

Önnur störf

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1971 til 1973 Formaður Félags íslenskra búfræðikandídata.
  • 1972 til 1975 Ritari, síðar formaður Félagsvísindafélags Íslands.
  • 1973 til 1975 Í stjórn Íslandsdeildar Norræna sumarháskólans.
  • 1975 til 1983 Fulltrúi Íslands í stjórn hagfræðiskorar Norræna búfræðifélagsins.
  • 1979 til 1981 Í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, síðast formaður.
  • 1979 til 1981 Ritari í stjórn Félags þjóðfélagsfræðinga.
  • 1980 til 1983 Fulltrúi Íslands í norrænum samstarfshópi um þróun landsbyggðar.
  • 1981 til 1993 Fulltrúi Íslands í stjórn Nordplan.
  • Þjóðfélagið og þróun þess, 1978 prentbók, 2012 skjábók.
  • Hjáríki, 1992 prentbók og hljóðbók, 2012 skjábók.
  • Lýðræði með raðvali og sjóðvali, 2003 prentbók, 2011 skjábók. Ritið hefur einnig verið gefið út á eftirfarandi tungumálum: dönsku, ensku, esperantó, finnsku, frönsku, færeysku, grísku, hollensku, ítölsku, norsku, prtúgölsku, pólsku, rússnesku, spænsku, sænsku og þýsku.
  • Bókmenntasögur 2012.
  • Lýðræði með raðvali og sjóðvali — Leiðbeiningar 2013. Ritið hefur einnig verið gefið út á ensku og norsku.
  • On Arrow´s possibility theorem 2013.
  • Rammaáætlun um virkjun og vernd 2013.
  • Sjóðval 2013.
  • Skipulag — greinar 2013.
  • Stjórn fiskveiða — greinar 2013.
  • Vistarband — greinar 2013.
  • Hreppamál 2013.
  • Kirkjumál — greinar 2013.
  • Skólamál 2013.

Í blöðum og tímaritum hefur birst fjöldi ritsmíða, fræðilegra og alþýðlegra eftir Björn, en sumt aðeins birt á vefsíðu Lýðræðissetursins Geymt 21 nóvember 2014 í Wayback Machine.

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]

Kjörinn í Vísindafélag Norðmanna 1991.