Bjarneyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bjarneyjar & Stagley

Bjarneyjar eru 16-17 eyjar um miðbik Breiðafjarðar. Þær eru syðstar Vestureyja sem er stærsti eyjaklasinn á firðinum. Tvær Bjarneyja eru stærstar; Heimaey, sem eru nokkrar samhangandi eyjar, og Búðey. Í eyjunum var búið frá landnámi og þar eru talin tólf heimili í manntalinu 1703. Eyjarnar fóru í eyði árið 1946.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.