Fara í innihald

Bjarnarey (Vestmannaeyjum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 7. mars 2013 kl. 18:48 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2013 kl. 18:48 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 10 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q575607)
Bjarnarey séð frá Heimaey.

Bjarnarey er eyja í Vestmannaeyjaklasanum liggur skammt suður af Ellirey og er næst henni í stærð, 0.32km². Bjarnarey er mjög hálend og þverhníptir klettahamrar umlykja eyjuna alla nema á litlu svæði norðaustan-megin, þar sem er uppgangur. Á miðri eyjunni er afar hár grasivaxinn fjallhnúkur og í honum miðjum er dæld. Fjallhnúkurinn nefnist Bunki og er gjallgígur líkt og á Elliðaey. Hæsti punktur þar er 161m yfir sjávarmáli.

Bjarnarey myndaðist í eldgosi um svipað leyti og Elliðaey eða fyrir 5-6 þúsund árum.

Graslendi þekur alla eyjuna og lundi hefur grafið sér holur mjög víða. Gróður í Bjarnarey er fjölbreyttur og þar er að finna mesta tegundafjölda í af öllum úteyjum Vestmannaeyjaklasans.

Veiðikofi Bjarneyinga er vestan við Bunka og er sá eini í eyjunni. Talsverðum fjölda kinda er beitt í Bjarnarey og lundi er veiddur yfir sumartímann. Einnig er töluvert tekið af svartfuglseggjum yfir eggjatímann sem er í maí.

Heimildir

  • Aðalskipulag Vestmannaeyja, 2004-2014, 4. tillaga (22/10/2004)

Tenglar