Fara í innihald

Bjarnabófar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bjarnabófarnir eru bófaflokkur í Andabæ í teiknimyndasögum um Andrés Önd. Teiknarinn Carl Barks teiknaði fyrstu söguna um Bjarnabófana en sögur um þá voru síðan eins og vani var í Disney-samsteypunni teiknaðar af ýmsum óþekktum teiknurum. Fangamörk þeirra eru á peysum þeirra og það eru tölurnar 1, 6 og 7 í mismunandi samsetningum, t.d. 167-671. Bjarnabófarnir komu fyrst fram í sögu í danskri þýðingu árið 1952.