Bimbi-rimbi-rimm-bamm
Bimbi-rimbi-rimm-bamm[1] er leikur þar sem þátttakendur standa upp við vegg og einn er valinn „hann“. Sá sem er „hann“ stendur í nokkurri fjarlægð og snýr á móti hópnum. Leikurinn felst í því að syngja saman vísu og fylgja henni eftir með tiltekinni hreyfingu, þar sem „hann“ velur einn úr hópnum til að koma yfir til sín og framkvæma ákveðið verk.
Leikreglur
[breyta | breyta frumkóða]Þátttakendur stilla sér upp við vegg, á meðan sá sem er „hann“ stendur í nokkurri fjarlægð á móti hópnum.
Sá sem er „hann“ byrjar að syngja:
- „Hann“: „Bim-bam-bim-bam, bimbi-rimbi-rimm-bamm“
(Um leið gengur „hann“ fram í fyrri hluta vísunnar en bakkar til baka í þeim síðari)
Hópurinn svarar (og gerir sömu hreyfingar):
- Hópur: „Hver er að berja, bimbi-rimbi-rimm-bamm“
„Hann“ heldur áfram:
- „Hann“: „Það er (nafn þess sem er „hann“), bimbi-rimbi-rim-bam“
Hópurinn spyr:
- Hópur: „Hvern vill hann finna, bimbi-rimbi-rimm-bamm“
„Hann“ velur einhvern úr hópnum með því að nefna nafn:
- „Hann“: „(Valið nafn), bimbi-rimbi-rimm-bamm“
Hópurinn spyr hvað hann vilji að viðkomandi geri:
- Hópur: „Hvað vill hann með (valið nafn), bimbi-rimbi-rimm-bamm“
„Hann“ segir hvað sá sem hann valdi á að gera:
- „Hann“: „Láta (valið nafn) standa á tám, bimbi-rimbi-rimm-bamm“
Hópurinn spyr hvað sá sem hann valdi fái að launum:
- Hópur: „Hvað fær (valið nafn) að launum, bimbi-rimbi-rimm-bamm“
„Hann“ svarar með sniðugu svari (getur verið hvað sem er, en má ekki vera meiðandi):
- „Hann“: „Sykursnúð með gullhúð“
Hópurinn lýkur svo textanum, annaðhvort með gleði eða „skít og skömm“, allt eftir því hvað við á:
- Hópur: „Fari (valið nafn) þá með gleði, bimbi-rimbi-rimm-bamm“
Að lokum fer sú persóna sem „hann“ nefndi yfir til hans og þau koma sér saman um hvern á að kalla á næst. Leikurinn heldur svo áfram þar til allir hafa fengið að vera „hann“ eða þar til þátttakendur ákveða að hætta.
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?“. Vísindavefurinn. Sótt 1. janúar 2025.