Fara í innihald

Bimbirimbirimmbamm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þátttakendur standa upp við vegg. Sá sem er hann stendur í dálítilli fjarlægð og snýr á móti hópnum. Sá sem er hann (segjum að hann heiti Eyþór) byrjar og syngur;


Eyþór:„Bim-bam-bim-bam, bimbi-rimbi-rim-bam“. Um leið gengur hann fram í fyrri hluta vísunnar en bakkar til baka í þeim síðari.
Hópurinn svarar (og gengur líka fram og aftur) „Hver er að berja, bimbi-rimbi-rim-bam“.
Eyþór: „Það er hann Eyþór, bimbi-rimbi-rim-bam“.
Hópur: „Hvern vill hann finna, bimbi-rimbi-rim-bam“.
Eyþór: „Elskulegu Jónu sína, bimbi-rimbi-rim-bam“ (og nú nefnir Eyþór þann sem hann vill fá til sín, það getur verið hver sem er úr hópnum).
Hópur: „Hvað vill hann með hana, bimbi-rimbi-rim-bam“.
Eyþór: „Láta hana standa á tám, bimbi-rimbi-rim-bam“ (sá sem er hann ákveður hvað viðkomandi á að gera).
Hópur: „Hvað fær hún að launum, bimbi-rimbi-rim-bam“.
Eyþór: „Sykursnúð með gullhúð“ (muna, vera sniðugur í svari en ekki leiðinlegur).
Hópur: „Fari hún þá með gleði, bimbi-rimbi-rim-bam“ (eða skít og skömm, eftir því hvað við á).

Og nú fer Jóna yfir til Eyþórs og þau koma sér saman um hvern á að biðja um næst.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.