Fara í innihald

Betelhneta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Betelhnetusölukona með rauðan munn eftir að hafa tuggið hnetur

Betelhneta eða areca-hneta er fræ betelpálma (Areca catechu) sem vex í hitabelti Asíu, Eyjaálfu og Austur-Afríku. Hún dregur nafn sitt af því að hún er oft tuggin vafin í betellauf (Piper betle) og hefur þá mild örvandi áhrif. Að tyggja betelhnetur með þessum hætti hefur verið tíðkað í Suður- og Suðaustur-Asíu og Eyjaálfu í þúsundir ára. Rannsóknir hafa sýnt að betelhnetur eru krabbameinsvaldandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.