Bertálknar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bertálknar
Notodoris minor
Notodoris minor
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirríki: Vefdýr (Metazoa)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Sniglar (Gastropoda)
Undirflokkur: Orthogastropoda
Yfirættbálkur: Heterobranchia
Ættbálkur: Opisthobranchia
Milne-Edwards, 1848

Bertálknar (fræðiheiti: Opisthobranchia) eru tegund lindýra. Í hefðbundinni dýrafræði voru þeir áður flokkaðir sem undirtegund snigla í fylkingu lindýra en nú er litið á þá sem sérstakan ættbálk. Bertálknar draga nafn sitt af því að oft eru tálknin utanáliggjandi og mynda einskonar krans utan á dýrinu. Algengt er þó einnig að bertálknar hafi ekki tálkn heldur andi gegnum húðina og hafa þeir oft ýmsar fellingar þannig að líkamsyfirborðið verður stærra sem gerir öndun um húð auðveldari.

Þeir hafa langoftast hvorki möttulhol né loku eins og fortálknar. Margar tegundir hafi ekki kuðung eða hann (skelin) er staðsettur inni í sniglunum. Ef þeir hafa kuðung þá er hann mjög lítill ólíkt hjá fortálknum sem hafa stóra og sterka kuðunga. Margar tegundir bertálkna eru skrautlegar og litríkar t.d. sjófiðrildi (e. sea butterfly) og sjóhéri (e. sea hare). Þekktar eru um 4000 tegundir af bertálknum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað getið þið sagt mér um snigla?“. Vísindavefurinn.