Bernardo O'Higgins-þjóðgarðurinn
Bernardo O'Higgins-þjóðgarðurinn er stærsta náttúruverndarsvæði í Síle. Hann er 35.259 km² að stærð og er í Aysén og Magallanes og Antártica Chilena héruðunum.[1] Stjórnun þjóðgarðsins og annarra þjóðgarða í Síle er í höndum Skógræktarstofnunar (CONAF).[2] Þjóðgarðurinn er nefndur eftir Bernardo O'Higgins hershöfðingja, fyrsta ríkisstjóra Lýðveldisins Síle. Los Glaciares þjóðgarðurinn (Argentínu) og Torres del Paine þjóðgarðurinn eru í austur af honum, Laguna San Rafael þjóðgarðurinn norður, Alacalufes þjóðgarðurinn í suðvestur og Katalalixar þjóðgarðurinn لە norðvestur af honum.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu íbúar svæðisins voru Alacalufar.
Árið 1830 heimsótti Phillip Parker King skipstjóri Beagle Eyrefjord.[3]
Í júní árið 2007 var tilkynnt að á tímabilinu frá mars til maí það ár hafi jökullónið í þjóðgarðinum tæmst og skilið eftir sig um 30 metra djúpt dalverpi. Aðeins nokkrir ísjakar sem áður flutu á vatninu lágu á botninum. Í júlí sama ár settu vísindamenn fram þá skýringu að þetta hafi átt sér stað vegna loftslagsbreytinga.[4]
Árið 2014 var náttúru Chaltén-fjallgarðs og Pío XI-jökli bætt við þjóðgarðinn.[5]
Landfræði
[breyta | breyta frumkóða]Þjóðgarðurinn er á milli 48° og 51° 38' suðlægrar breiddar; á milli Bakersunds og norðurhluta Fjallafjarðar. Við austurhluta þjóðgarðsins um miðbikið er ágreiningur milli Síle og Argentínum um landamæri ríkjanna. Hæsti tindurinn á svæðinu er Lautaro sem er 3.607 m hátt eldfjall. Aðrir tindar eru Fitz Roy-fjall, Cerro Torre og Cerro Riso Patrón. Tindarnir eru lægri í suðurhluta garðsins. Mikilfenglegast á svæðinu er Balmaceda-fjall sem er 2.035 m hátt og skartar jöklum Balmaceda og Serrano jöklum.
Það eru engar stórar ár á mörkum garðsins, en þröngir firðir ganga inn í fjöllin sem skapa farveg fyrir afrennsli og einnig sviptivinda.
Jarðfræði
[breyta | breyta frumkóða]Jöklar
[breyta | breyta frumkóða]Þjóðgarðurinn nær yfir stóran hluta af Suður-Patagóníu jökli. Einn vinsælasti staðurinn til að heimsækja er Pío XI jökull, þar sem jökullinn kelfir gríðarstórum jökum í lónið. Pío XI jökull er stærsti jökull á suðurhveli jarðar utan Suðurskautslandsins og er 1.265 km² að stærð. Hann hefur gengið fram um meira en 10 km á síðustu 50 árum. Einn jökultungan er um 6 km löng. Jökulstálið er um 75 m hátt og við kelfingu geta myndast öldur sem eru yfir 10 m háar og geta grandað stórum skipum. Aðrir skriðjöklar eru Chico, O'Higgins, Jorge Montt, Bernardo, Témpano, Occidental, Greve, Penguin og Amalia.[3]
Lífríkið
[breyta | breyta frumkóða]Gróður þjóðgarðsins er Magellan svaltempraðir skógar. Skógarnir samanstanda af nokkrum tegundum trjáa, þar á meðal Grænlenja eða Nothofagus betuloides, Hvítlenja (Nothofagus pumilio), Snælenja (Nothofalus antarctica) og Drimys winteri.
Þjóðgarðurinn er einn af síðustu griðarstöðum dverghjartardýrsins húemúl. Þar má einnig finna tegundir eins og andeskondór, sjóotur og skarf.
Ferðaþjónusta
[breyta | breyta frumkóða]Vegna landslagsins og einangrunar svæðisins hefur ferðaþjónustan í þjóðgarðinum lítið verið þróuð. Það er aðeins aðgengilegt á báti eða í þyrlu. Jöklarnir sem eru við Última Esperanza Sound og Pío XI eru mest sóttu svæðin. Flestir ferðamenn fara þangað frá Puerto Natales, Villa O'Higgins, Caleta Tortel og Puerto Edén. Ferðir á sjókajökum er vinsælar í þjóðgarðinum.
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Bernardo O'Higgins National Park“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. maí 2010. Sótt 18. febrúar 2010.
- ↑ „Parque Nacional Bernardo O'Higgins“. Corporacion Nacional Forestal. Sótt 2. apríl 2017.
- ↑ 3,0 3,1 USGS. „P 1386-I -- Chile and Argentina - Wet Andes“. Sótt 24. júní 2007.
- ↑ NBC News: Climate Change Likely Culprit in Vanishing Lake
- ↑ „RESOLUTION NOº:74/2014“ (PDF) (spænska). Corporación Nacional Forestal. 27. febrúar 2014. Sótt 6. febrúar 2023.