Beinfiskar
Útlit
(Endurbeint frá Beinfiskur)
Beinfiskar Tímabil steingervinga: Síð-silúrtímabilið - nútími | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Flokkar | ||||||||||
Beinfiskar eru yfirflokkur fiska sem inniheldur bæði geislugga (Actinopterygii) og holdugga (Sarcopterygii). Þessir flokkar fiska eru af þróunarlínum sem eru samsíða þróunarlínum landdýra. Af þessari ástæðu eru ferfætlingar sums staðar settir í þennan flokk.
Langflestir fiskar eru beinfiskar og langflestir beinfiskar eru geisluggar. Aðeins sjö núlifandi tegundir holdugga eru til, þar á meðal lungnafiskur og skúfuggi.
Beinfiskar eru með sundmaga eða lungu og eru með hreyfanleg tálknlok sem gera þeim kleift að anda án þess að þurfa að hreyfa sig.