Fara í innihald

Beinagrindaherinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Beinagrindaherinn var dreifður hópur aðallega í Suður-Englandi sem barðist gegn og reyndi að trufla mótmælagöngur Hjálpræðishersins þar sem Hjálpræðisherinn barðist gegn áfengisneyslu.

Eigendur brugghúsa greiddu hópi flækinga sérstaklega fyrir að trufla samkomur Hjálpræðishersins. Þegar þessum tveimur hópum laust saman urðu oft róstur og dóu nokkrir liðsmenn Hjálpræðishersins en margir særðust.