Fara í innihald

Battlefield 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hulstrið af Battlefield 2:Deluxe Edition

Battlefield 2 (oft skrifað BF2) er fyrstu persónu skotleikur sem er spilaður í gegnum netið. Hann er einnig með smá herkænsku og RPG þætti. BF2 var hannaður af Digital Illusions CE (DICE). Á meðan framleiðslu stóð tók Trauma Sudios þátt í gerð leiksins eftir að Digital Illusions keypti Trauma Studios. BF2 er gefinn út af Electronic Arts sem þriðji leikurinn í Battlefield seríunni. Hann var gefinn út seint í júní 2005.

BF2 inniheldur útgáfu fyrir einn í þrem styrkleikum og einnig fjölspilunarmöguleika í gegnum internetið eða LAN. Báðar útgáfur nota sömu kort. Einspilunar útgáfan leyfir 15 tölvustýrða leikmenn en internet útgáfan 64. Leikmenn geta valið um þrjú lið: United States Marine Corps (USMC), People's Liberations Army (PLA) og Middle East Coalition (MEC).

Leikjatölvu útgáfur er einnig til fyrir Xbox, Xbox 360 og PS2 og er kölluð Battlefield 2: Modern Cambot. Þrátt fyrir nafnið er munur á tölvuútgáfunni.

Heimasíða leiksins Geymt 10 september 2021 í Wayback Machine

Wikipedia
Wikipedia