Barselóna-hérað
Útlit
Barselóna-hérað er hérað í Katalóníu á norðaustur-Spáni. Héraðið er 7.726km2 að stærð og á mörk að héruðunum Tarragona, Lleida og Girona. Íbúar eru yfir 5,6 milljónir (2020). Barselóna er helsta borgin. Minni borgir eru L'Hospitalet de Llobregat, Badalona, Cerdanyola del Vallès, Martorell, Mataró, Granollers, Sabadell, Terrassa, Sitges, Igualada, Vic, Manresa og Berga.
Hæsta fjallið er Pedraforca, um 2.500 metra hátt og er það nálægt Pýreneafjöllum.