Barnafoss (Skjálfandafljót)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barnafoss (eða Barnafellsfoss) er í Skjálfandafljóti á móts við bæinn Barnafell í Ljósavatnshreppi. Barnafell hét áður Miðfell samkvæmt Þjóðsögum Jóns Árnasonar og hét fossinn þá Miðfellsfoss, en breytti um nafn eins og bærinn vegna slyss sem þar varð fyrir rúmum þrjú hundruð árum. Börn sem voru að leik í snarbröttu túninu, sem hallaði að fljótinu, köstuðust í tunnu niður túnið og fram af gilbarminum og drukknuðu í fossinum sem síðan var nefndur ýmist Barnafellsfoss eða Barnafoss.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.