Fara í innihald

Balatonvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Balaton.

Balatonvatn er stöðuvatn í Vestur-Ungverjalandi. Það er um 600 ferkílómetrar (sjöfalt Þingvallavatn). Vatnið er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Á 19. öld varð strönd vatnsins meira sótt af millistétt og hástéttarfólk byggði villur við vatnið. Eftir seinni heimsstyrjöld varð enn frekar uppbygging við vatnið og gististöðum fjölgaði mikið.