Badajoz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svipmyndir.

Badajoz er höfuðborg Badajoz-héraðs í spænska sjálfstjórnarsvæðinu Extremadúra. Hún stendur við Guadiana-fljót við landamæri Portúgals. Badajoz er fjölmennasta borg Extremadúra og eru íbúar hennar um 152.000 (2011)

Borgin á sér langa sögu allt aftur í bronsöld. Eftir að borgin var endurheimt frá Márum var borgin bitbein Portúgals og Spánar í nokkrar aldir. Í spænska borgarastríðinu var borgin vettvangur grimmilegra aftaka þúsunda íbúa borgarinnar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]