Fara í innihald

Bíó Paradís

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bíó Paradís er kvikmyndahús við Hverfisgötu 54 í miðborg Reykjavíkur. Áður var þar kvikmyndahúsið Regnboginn sem var fyrsta fjölsalakvikmyndahúsið í Reykjavík. Bíó Paradís sýnir einkum myndir sem almenn kvikmyndahús taka ekki til sýninga, eins og heimildarmyndir og myndir á öðrum málum en ensku, auk þess sem það hýsir kvikmyndaviðburði eins og Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík og Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð í Reykjavík. Húsið var opnað 15. september 2010 með sýningu heimildarmyndarinnar Backyard eftir Árna Sveinsson. Rekstraraðili kvikmyndahússins er sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna ses sem ýmis fagfélög kvikmyndagerðarfólks standa að. Kvikmyndahúsið er aðili að samstarfsneti evrópskra kvikmyndahúsa, Europa Cinemas.

Bíó Paradís sagði upp öllu starfsfólki sínu í lok janúar árið 2020 og áætlaði að kvikmyndahúsið hætti starfsemi sinni þann 1. maí. Ástæðan var þreföld til fjórföld hækkun á leiguverði húsnæðisins, sem hafði áður verið undir markaðsverði vegna niðurníðslu þess.[1][2] Þann 2. júlí 2020 var hins vegar tilkynnt að samkomulag hefði náðst við húseigendur og að kvikmyndahúsið myndi aftur opna starfsemi í september sama ár.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Andri Yrkill Valsson (30. janúar 2020). „Bjóst ekki við að þurfa að undirbúa lokun Bíó Paradísar“. RÚV. Sótt 3. febrúar 2020.
  2. Kolbeinn Tumi Daðason (30. janúar 2020). „Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði“. Vísir. Sótt 3. febrúar 2020.
  3. Stefán Ó. Jónsson (2. júlí 2020). „Bíó Paradís bjargað“. Vísir. Sótt 2. júlí 2020.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.