Azoreyja-einir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Juniperus brevifolia
Eintak á Flores, Azoreyjum
Eintak á Flores, Azoreyjum
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. brevifolia

Tvínefni
Juniperus brevifolia
(Seub.) Antoine

Azoreyja-einir (Juniperus brevifolia), er tegund af eini, einlendur á Azoreyjum (á Corvo, Faial, Flores, Pico, Santa Maria, São Jorge, São Miguel, og Terceira), þar sem hann kemur fyrir í 240 til 800 m hæð yfir sjávarmáli, sjaldan upp að 1,500 m. Hann er náskyldur Juniperus oxycedrus frá Miðjarðarhafssvæðinu og Juniperus cedrus (Kanaríeyja-eini) frá Kanaríeyjum. Honum er ógnað af tapi búsvæðis.[1][2][3]

Þetta er runni eða lítið tré sem verður að 6m hátt og með stofn að 50 sm að ummáli. Nálarnar eru sígrænar, þrjár í hvirfingu, gljáandi grænar, 4 til 10 mm langar og 1 til 3 mm breiðar, með tvöfaldri hvítri loftaugarák ofan til. Hann er einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Berkönglarnir eru grænir óþroskaðir, en 18 mánuðum eftir frjóvgun verða þeir appelsínurauðir með breytilegri bleikri vaxhúð; þeir eru kúlulaga, 6 til 9 mm í ummál, og eru með þrjár til sex samvaxnar hreisturskeljar hver með stöku fræi í hverri. Fræin dreifast þegar fuglar borða berin. Karlreklarnir eru gulir, 2 til 3 mm langir, og falla fljótlega eftir að frjóunum hefur verið dreift snemma vors.[1][2]

Þetta er viðkvæm tegund í náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu vegna hvorutveggja; fellingar fyrir timbur og samkeppni við ágengar innfluttar plöntur.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Adams, R. P. (2004). Junipers of the World. Trafford. ISBN 1-4120-4250-X
  2. 2,0 2,1 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  3. 3,0 3,1 Thomas, P. 2013. Juniperus brevifolia. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 01 September 2015.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikilífverur eru með efni sem tengist