Fara í innihald

Austur-Álaborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Austur-Álaborg (danska: Aalborg Øst) er austasti bæjarhluti Álaborgar og liggur 6 km suðaustur frá miðbænum. Austur-Álaborg inniheldur hverfin Øster Sundby, Øster Uttrup, Sønder Tranders og Nørre Tranders.[1] Stundum er hugtakið Austur-Álaborg notað í breiðari skilningi og inniheldur þá einnig Háskólahverfi Álaborgar, sem liggur milli Austur-Álaborgar og Gug.

Stofnanir og félög

[breyta | breyta frumkóða]

Austur-Álaborg inniheldur þrjá skóla á grunnskólastigi. Mellervangskolen[2], Herningvejskole[3] og Tornhøjskolen. Einnig liggur Álaborgarháskóli á mörkum hverfisins, en háskólasvæðið er svo stórt að það er yfirleitt flokkað sem eigið hverfi.

Íþróttafélög og tómstundarklúbbar

[breyta | breyta frumkóða]

Þekktasta íþróttafélag hverfisins er Aalborg BK, eitt elsta fótboltafélag danmerkur og það eina, ásamt AFK, sem hefur spilað í Superligaen frá upphafi. Heimavöllur Aalborg BK liggur í Aalborg Vestby.[4] Austur Álaborg hýsir einnig tvö önnur fótboltafélög. Øster Sundby B32, sem spilar í þriðju deildinni og KB 81 Aalborg, sem spilar í fjórðu deild.[5]

Austur-Álaborg hýsir einnig fjaðurboltafélagið ABC sem spilar í þriðju deild[6] og hlaupaklúbbinn Aalborg Road Runners.[7]

Austur-Álaborg er eitt af fjölbreyttustu hverfum Álaborgar. Margir af íbúum hverfisins eru innflytjendur af erlendu bergi brotnu. Þar af eru margir Grænlendingar.

  1. Aalborg Kommune, Statistik om folketal. 2009
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2017. Sótt 26. apríl 2017.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. maí 2017. Sótt 26. apríl 2017.
  4. https://aabsport.dk/
  5. http://www.kb81.dk/
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 26. apríl 2017.
  7. http://www.aalborg-roadrunners.dk/