Austur-Álaborg
Austur-Álaborg (danska: Aalborg Øst) er austasti bæjarhluti Álaborgar og liggur 6 km suðaustur frá miðbænum. Austur-Álaborg inniheldur hverfin Øster Sundby, Øster Uttrup, Sønder Tranders og Nørre Tranders.[1] Stundum er hugtakið Austur-Álaborg notað í breiðari skilningi og inniheldur þá einnig Háskólahverfi Álaborgar, sem liggur milli Austur-Álaborgar og Gug.
Stofnanir og félög
[breyta | breyta frumkóða]Skólar
[breyta | breyta frumkóða]Austur-Álaborg inniheldur þrjá skóla á grunnskólastigi. Mellervangskolen[2], Herningvejskole[3] og Tornhøjskolen. Einnig liggur Álaborgarháskóli á mörkum hverfisins, en háskólasvæðið er svo stórt að það er yfirleitt flokkað sem eigið hverfi.
Íþróttafélög og tómstundarklúbbar
[breyta | breyta frumkóða]Þekktasta íþróttafélag hverfisins er Aalborg BK, eitt elsta fótboltafélag danmerkur og það eina, ásamt AFK, sem hefur spilað í Superligaen frá upphafi. Heimavöllur Aalborg BK liggur í Aalborg Vestby.[4] Austur Álaborg hýsir einnig tvö önnur fótboltafélög. Øster Sundby B32, sem spilar í þriðju deildinni og KB 81 Aalborg, sem spilar í fjórðu deild.[5]
Austur-Álaborg hýsir einnig fjaðurboltafélagið ABC sem spilar í þriðju deild[6] og hlaupaklúbbinn Aalborg Road Runners.[7]
Íbúar
[breyta | breyta frumkóða]Austur-Álaborg er eitt af fjölbreyttustu hverfum Álaborgar. Margir af íbúum hverfisins eru innflytjendur af erlendu bergi brotnu. Þar af eru margir Grænlendingar.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Aalborg Kommune, Statistik om folketal. 2009
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2017. Sótt 26. apríl 2017.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. maí 2017. Sótt 26. apríl 2017.
- ↑ https://aabsport.dk/
- ↑ http://www.kb81.dk/
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 26. apríl 2017.
- ↑ http://www.aalborg-roadrunners.dk/