Fara í innihald

Aulus Cornelius Celsus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aulus Cornelius Celsus

Aulus Cornelius Celsus (uppi frá 25 fyrir Krist til um 50 eftir Krist) var rómverskur ritari alfræðirits um læknisfræði. Hann ritaði fyrstu sögu læknisfræði í ritinu De Re Medicina. Ritið sem er á latínu hefst á formála þar sem rakin er saga lækninga frá fornu fari og síðan átta kaflar. Fyrsti kaflinn fjallar um heilsufræði og mataræði, annar kaflinn um orsakir sjúkdóma, þriðji kaflinn um hitasótt, fjórði kaflinn um líkamsbyggingu mannsins, fimmti kaflinn um lyf, sár og meðferð sára, sjötti kaflinn um húðsjúkdóma og fleira, sjöundi kaflinn um skurðlækningar og áttundi kaflinn um liðhlaup og beinbrot. Celsus er talinn hafa fæðst árið 25 fyrir Krist skammt frá Narbonne en búið í Róm á fullorðinsárum. Nikulás páfi V. lét prenta bók hans rit hans árið 1478 en þá var prenttæknin ný og var ritið fyrsta lækningabókin sem kom á prent. Rit Celsus er talinn hluti af stærra alfræðiriti sem nú er glatað.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]