Fara í innihald

At the Gates

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
At The Gates á Wacken Open Air, 2022.

At the Gates er sænsk þungarokkssveit frá Gautaborg sem stofnuð var árið 1990.

Hljómsveitin var frumkvöðull í melódísku dauðarokki. At the Gates starfaði til 1996 þegar tvíburabræðurnir Anders og Jonas Björler ákváðu að hætta. Sveitin hafði þá gefið út plötuna Slaughter of the Soul (1995) sem er ein áhrifamesta plata stefnunnar.

Björler-bræður og Adrian Erlandsson trommari ATG, stofnuðu hljómsveitina The Haunted. Tomas Lindberg, söngvari ATG, hélt sér uppteknum í mismunandi sveitum eins og Skitsystem, The Crown, Lock Up og Nightrage.

Eftir endurkomu árið 2008 ákvað sveitin að halda áfram nokkru síðar og gaf út nýjar plötur.

Sveitin spilaði á Eistnaflugi 2014.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Tomas Lindberg − Söngur (1990–1996, 2007–2008, 2010–)
 • Adrian Erlandsson − Trommur (1990–1996, 2007–2008, 2010–)
 • Anders Björler − Gítar (1990–1996, 2007–2008, 2010–2017, 2022–)
 • Jonas Björler − Bassi (1990–1992, 1993–1996, 2007–2008, 2010–), trommur (1990)
 • Martin Larsson − Gítar (1993–1996, 2007–2008, 2010–)

Fyrrum meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Alf Svensson − Gítar (1990–1993)
 • Björn Mankner − Bassi (1990)
 • Cliff Lundberg − Bassi (1992)
 • Jonas Stålhammar − Gítar (2017−2022)

Plötur[breyta | breyta frumkóða]

 • The Red in the Sky Is Ours (1992)
 • With Fear I Kiss the Burning Darkness (1993)
 • Terminal Spirit Disease (1994)
 • Slaughter of the Soul (1995)
 • At War with Reality (2014)
 • To Drink from the Night Itself (2018)
 • The Nightmare of Being (2021)