Asíukeppni kvenna í knattspyrnu
Útlit
Asíukeppni kvenna í knattspyrnu er keppni milli landsliða Asíu og elsta álfukeppnin í knattspyrnu í kvennaflokki, stofnuð árið 1975. Fyrstu árin var mótið haldið óreglulega, þvínæst á tveggja ára fresti og í seinni tíð fjórða hvert ár. Kínverjar hafa langoftast orðið meistarar, níu sinnum alls. Þær eru jafnframt ríkjandi meistarar (frá 2022). Næsta mót verður haldið á árinu 2026.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „AFC Women's Asian Cup“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. desember 2023.