Argir



Argir er þéttbýlisstaður á Streymoy, sunnan við Tórshavn. Argir sameinaðist Tórshavn árið 1997 en Sandá skilur byggðirnar að. Íbúar árið 2015 voru 2006 manns. Sjávarsafn Færeyja er meðal annars þar; Føroya Sjósavn. Íþróttafélög eru fótbolti; Argja Bóltfelag (AB) og róðrarfélagið Argja Róðrarfelag. Argir er líklega skylt írska orðinu airge sem þýðir sumarbithagi.